Fréttir: Október 2015

Kóræfing á fimmtudögum hjá barna og unglingakór Hallgrímskirkju

22.10.2015
22. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn hefur farið vel af stað í vetur og lofar góðu.  Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars...

Krílasálmar á fimmtudögum

21.10.2015
Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Í tímunum er notast við sálma, íslensk þjóðlög og þekkt barnalög, yfirtónarík hljóðfæri og forvitnilegan hljóðheim. Leiðbeinendur eru Arngerður María Árnadóttir, organisti Laugarneskirkju og Inga...

Kyrrðarstund fimmtudaginn 22. október

21.10.2015
Í kyrrðarstundinni 22. október leikur Hörður Áskelsson á orgel Hallgrímskirkju og  Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugvekju. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpa og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Kóræfing á Þriðjudögum hjá barna og unglingakór Hallgrímskirkju

20.10.2015
Ídag 20. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn hefur farið vel af stað í vetur og lofar góðu.  Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal...

Fyrirbænastund í kórkjallara

19.10.2015
Fyrirbænastundir eru í kórkjallara Hallgrímskirkju alla þriðjudaga kl. 10:30. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til prestanna sem stýra þessum athöfnum. Netföng þeirra eru irma@hallgrimskirkja.is og s@hallgrimskirkja.is. Allir eru velkomnir og svo eru samfélagsskapandi samræður yfir kaffi og veitingum eftir að helgistundum lýkur.

Árdegismessa

19.10.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í miðvikudagsmessu þann 21. október sem verður að þessu sinni í Brautarholtskirkju á kjalarnesi. Prestur er séra Árni Svanur Daníelsson. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 08:00  

Liverpool, Klopp og lífsviskan

18.10.2015
Hvað kemur knattspyrna og Klopp kirkju við? Af hverju þessar íþróttafréttir í messu? Er fótboltaguðinn sinnar eigin tegundar og ótengdur kristni? Í prédikun 18. október lagði Sigurður Árni út af guðspjalli dagsins og forsíðu knattspyrnuritsins Fourfourtwo. Hann talaði um knattspyrnu, kristna trú og Klopp. Ræðan er að baki þessari smellu á vefnum...

Messa og barnastarf 18. október kl. 11

15.10.2015
Sunnudaginn 18. október í Hallgrímskirkju kl. 11 mun dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Leonard Ashford. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða og félagar úr Mótettukórnum syngja. Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Skírn. Barnastarfið hefst á sama tíma í umsjón Ingu Harðardóttur, Rósu Árnadóttur og Sólveigar...

Liðug á líkama og sál á föstudögum

14.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á föstudögumí kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á döfinni. Helga Þorvaldsdóttir sér um fjörið og allir eru hjartanlega velkomnir.