Fréttir: Nóvember 2015

Kyrrðarstund fimmtudaginn 19. nóvember

18.11.2015
Í kyrrðarstundinni 19. nóvember leikur Björn Steinar Sólbergsson og Sigurður Árni Þórðarson leiðir íhugun og biður bæn.Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpa og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Foreldramorgnar í kórkjallara

17.11.2015
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 í kórkjallara kirkjunnar. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sjá um fjörið sem inniheldur leik, söng og spjall með smá veitingum. Allir foreldrar með ungana sína eru hjartanlega velkomnir.          

Árdegismessa

17.11.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í árdegismessu í kór kirkjunnar kl. 8 miðvikudaginn 17. nóvember. Prestar kirkjunnar þjóna en fulltrúar úr söfnuðinum leiða bænagjörð, forsöng og aðstoða við útdeilingu.

Þriðjudagsæfing barna og unglingakórs Hallgrímskirkju

17.11.2015
Í dag þriðjudaginn 17. nóvember kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum, sem hefur farið vel af stað í vetur. Hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars...

Hallgrímskirkjubókin

16.11.2015
Í tilefni af 75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar í Reykjavík gaf Hallgrímskirkja út sögu safnaðarins. Dr. Sigurður Pálsson fyrrum sóknarprestur í Hallgrímskirkju ritaði söguna sem ber yfirskriftina Mínum Drottni til þakklætis, Saga Hallgrímskirkju. Bókin er 232 bls. og ríkulega myndskreytt. Hallgrímskirkja er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og...

Fyrirbænamessa í kórkjallara

16.11.2015
Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, prestar Hallgrímskirkju, leiða fyrirbænamessur í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 10.30 – 11.00. Allir velkomir.

Aldrei aftur París

16.11.2015
Sonur minn horfði á móður sína og sagði: „Mér finnst allt vera breytt“ og drengurinn tjáði okkur að honum þætti veröldin væri önnur eftir morðin í París. Hann óttaðist að þriðja heimsstyjörldin væri hafin. Er allt breytt? Og hvað svo? Íhugun í messunni sunnudaginn 15. nóvember er að baki þessum smellum tru.is og sigurdurarni.is

Málþing um Viðeyjarbiblíu mánudaginn 16. nóvember kl. 12.10

16.11.2015
Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður haldið málþing um Viiðeyjarbiblíu (1841) á degi íslenskrar tungu mánudaginn 16. nóvember klukkan 12:10 í Norðursal Hallgrímskirkju. Dagskrá: Dr. Sigurður Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur, er málstofustjóri og flytur með inngangsorðum stutta kynningu á Viðeyjarbiblíu. Frú Agnes M....

Hádegisbæn á mánudögum

15.11.2015
Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir ávallt bænastundir á mánudögum í vetur kl. 12.15 – 12.30. Stundin er hjá Maríumyndinni norða meginn í kirkjunni. Upplagt er að biðja fyrir heiminum og njóta kyrrðar, verið velkomin til bænahalds.