Fréttir: Febrúar 2016

Sunnudagsmessa og barnastarf 7. febrúar kl. 11

04.02.2016
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Samskot dagsins renna til Kristniboðsins. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin.   Vers vikunnar: „Jesús tók þá tólf til...

Þorrablót í Hallgrímskirkju 11. febrúar

03.02.2016
Þorrablót Kvenfélags Hallgrímskirkju sem átti að vera 4. febrúar verður frestað vegna spár um óveður og því  haldið fimmtudaginn 11. febrúar. Mæting kl 17:00 og borðhald stuttu eftir. Á þorrablótinu í ár er áherslan lögð á góðan mat og skemmtilega samkomu.

Kyrrðarstund í hádeginu 4. febrúar

03.02.2016
Í kyrrðarstundinni 4. febrúar leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgelið og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson  leiðir íhugun og biður bæn. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Árdegismessa

01.02.2016
Árdegismessa kl. 8, góð leið til að byrja daginn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og messuþjónar þjóna. Morgunkaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

01.02.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Föstudagssamverur falla niður þessa önn. Verið hjartanlega velkomin alla þriðjudaga.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

01.02.2016
Fyrirbænamessur eru haldnar í kórkjallaranum alla þriðjudaga kl. 10.30 – 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, leiðir. Allir velkomir.