Fréttir: Maí 2017

Hádegisbæn

22.05.2017
Á mánudögum er hádegisbæn kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er hjá Maríumyndinni inn í kirkjunni. Opið öllum, verið velkomin.

Messa og barnastarf

19.05.2017
Messa og barnastarf 21. maí 2017 kl. 11.00 Fimmti sunnudagur eftir páska. Hinn almenni bænadagur. Sr. Irma Sjöfn Óskardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hafa Inga Harðardóttir, Sunna Karen Einarsdóttir og...

501 naglar - Opnun sumarsýningar Listvinafélags Hallgrímskirkju

18.05.2017
OPNUN SUMARSÝNINGAR LISTVINAFÉLAGS HALLGRÍMSKIRKJU Gretar Reynisson: 501 NAGLI Listsýning Gretars Reynissonar, 501 NAGLI, verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 21. maí 2017 við messulok kl.12:15. Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju sem fagnar 35. starfsári sínu á þessu ári. Allir eru hjartanlega...

Síðasta kyrrðarstundin í vor!

16.05.2017
Sr. Birgir Ásgeirsson flytur íhugun dagsins og Hörður Áskelsson leikur á orgelið á síðustu kyrrðarstund vorsins sem hefst kl. 12, fimmtudaginn 18. maí. Stundirnar taka svo aftur upp þráðinn í september. Eftir stundina mun Unnur súpugerðarsnillingur framreiða dýrindis súpu og brauð á vægu verði í suðursalnum. Verið hjartanlega...

Foreldramorgnar í kórkjallara

16.05.2017
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegissöfnuðurinn leggur land undir fót!

16.05.2017
Á morgun, miðvikudaginn 17. maí verður farið í hópferð til Skálholts. Mæting er kl. 8 í Hallgrímskirkju og farið verður saman á einkabílum. Þegar til Skálholts er komið verður messa kl. 9.30 í Skálholtsdómkirkju sem sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup leiðir. Eftir messu verður matur og hressing. Áætlað er að leggja af stað tilbaka í...

Fyrirbænamessa í kórkjallara

15.05.2017
Þriðjudaginn 16. maí kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Messa og barnastarf

13.05.2017
Messa og barnastarf 14. maí 2017, kl. 11.00 Fjórði sunnudagur eftir páska Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hafa Inga Harðardóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn...