Fréttir: September 2015

Fyrirbænamessa í kórkjallara á þriðjudögum

14.09.2015
Prestar kirkjunnar leiða notalega fyrirbænamessu í kórkjallara kl. 10.30 á þriðjudögum. Verið hjartanlega velkomin.  

Liðug á líkama og sál í kórkjallara kirkjunnar

10.09.2015
Fyrsta vetrarsamveran í starfi eldri borgara er á morgun, föstudaginn 11. september en samverurnar verða í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 - 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á dagskránni. Mjöll Þórarinsdóttir ofl. sjá um fjörið og bjóða alla velkomna.

Messa við upphaf vetrarstarfs sunnudaginn 13. september

10.09.2015
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarssyni þennan sunnudag sem markar upphaf vetrastarfsins. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og félagar úr mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um fyrsta sunnudagaskóla vetrarins.  Íhugunarefni dagsins er...

Barna og unglingakór í Hallgrímskirkju 2015-2016

08.09.2015
Ert þú á aldrinum 10-13 ára og hefur gaman að því að syngja? Hallgrímskirkja endurvekur kórstarf með ungu fólki, veturinn 2015-2016. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Kórstjóri er Ása Valgerður Sigurðardóttir. Kórinn æfir tvisvar í viku, á þriðjudögum og...

Foreldramorgnar í kórkjallara

07.09.2015
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 í kórkjallara kirkjunnar. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sjá um fjörið sem inniheldur leik, söng og spjall með smá veitingum. Allir foreldrar með ungana sína eru hjartanlega velkomin.  

Árdegismessa á miðvikudegi

07.09.2015
Á miðvikudögum kl. 8 eru árdegismessur í kór kirkjunnar. sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar en messuþjónar flytja hugvekju, aðstoða með bænir, forsöng og útdeilingu. Messan er öllum opinn, verið hjartanlega velkomin til kirkju.  

Fyrirbænamessa í kórkjallara á þriðjudögum

07.09.2015
Prestar kirkjunnar leiða notalega fyrirbænamessu í kórkjallara kl. 10.30. Verið hjartanlega velkomin.  

Messan 6. september kl. 11

03.09.2015
Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari í messunni 6. september. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgímskirkju leiða messusönginn. Organisti er Steinar Logi Helgason. Upptaktur að sunnudagaskóla Hallgrímskirkju verður einnig á sunnudaginn með Rósu og Sólu í rokna stuði! En sálmarnir sem sungnir verða í messunni...

Foreldramorgnar í kórkjallara

01.09.2015
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 í kórkjallara kirkjunnar. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sjá um fjörið sem inniheldur leik, söng og spjall með smá veitingum. Allir foreldrar með ungana sína eru hjartanlega velkomin.