Fréttir: 2015

Örþing um Salómon konung

12.08.2015
Hver var hann? Hvernig voru fjölskylda og uppeldisaðstæður þessa fræga konungs í Ísrael? Hvaða áhrif hafði hann á samfélag og helgihald þjóðar sinnar? Hver er áhrifasaga hans? Hvers eðlis var ljóðlist og spekihefð hebrea? Föstudaginn 14. ágúst kl. 12:15 - 13:45 verður örþing í Norðursal Hallgrímskirkju í tilefni af flutningi oratóriu Händels á...

Hátíðarmessa á Kirkjulistahátíð

12.08.2015
Útvarpað verður frá Hallgrímskirkju á rás 1 á RÚV sunnudaginn 16. ágúst kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, prédikar og þjónar ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur prófasti, sr. Leonard Ashford og dr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Hreiðar Ingi Þorsteinsson stjórnar tónlistarflutningi en organisti er...

Setning Kirkjulistahátíðar 2015 og óratóría Salómons eftir G.F. Händel

12.08.2015
Mikið verður um dýrðir þegar Kirkjulistahátíð 2015 verður sett föstudaginn 14. ágúst kl. 17. Þar mun alþjóðlega barokksveitin í Den Haag leika og Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Opnuð verður myndlistarsýning Helga Þorgils Friðjónssonar, barokkdans verður stiginn og ávörp flytja biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og dr. Sigurður Árni...

Hádegistónleikar Schola cantorum

11.08.2015
Miðvikudaginn 12. ágúst eru tónleikar Scola cantorum kl. 12.00 í Hallgrímskirkju. Flutt eru íslensk tónlist, þjóðlög og kórperlur. Aðgangseyrir er 2000 kr. og miðar seldir við innganginn.

Árdegismessur alla miðvikudaga

11.08.2015
Árdegismessa á miðvikudegi kl. 8 í kór kirkjunnar. Messuþjónar flytja stutta hugvekju, leiða í bæn, forsöng og aðstoða við útdeilingu ásamt presti. Verið velkomin.  

Andreas Liebig leikur á lokahelgi Alþjóðlegs orgelsumars

07.08.2015
Á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars laugardaginn 8. ágúst og sunnudaginn 9. ágúst leikur svissneski orgelleikarinn Andreas Liebig, organisti dómkirkjunnar í Basel í Sviss. Tónleikarnir á laugardeginum hefjast kl. 12.00 og kosta 2000 kr. Sunnudagstónleikarnir hefjast kl. 17.00 og kosta 2500 en miðar eru seldir við innganginn. Félagar í...

Sunnudagur 9. ágúst í Hallgrímskirkju

06.08.2015
Í gleði og litadýrð sumarsins verður messað í Hallgrímskirkju sunnudaginn 9. ágúst kl. 11.00.  Boðið verður upp á sögustund fyrir börnin í umsjá Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa og prestarnir Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Leonard Ashford þjóna ásamt hópi messuþjóna.  Organisti og kórstjóri er Hörður Áskelsson og félagar úr Mótettukór...

Ágúst Ingi Ágústsson leikur á hádegistónleikum á fimmtudaginn

05.08.2015
Á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumar fimmtudaginn 6. ágúst kl. 12.00 leikur Ágúst Ingi Ágústsson organisti. Aðgangseyrir er 2000 kr. og miðar eru seldir við innganginn.

Hádegistónleikar Shola cantorum

04.08.2015
  Miðvikudaginn 5. ágúst eru tónleikar Scola cantorum kl. 12.00 í Hallgrímskirkju. Flutt eru íslensk tónlist, þjóðlög og kórperlur. Aðgangseyrir er 2000 kr. og miðar seldir við innganginn.