Fréttir: 2015

Messa og barnastund 19. júlí kl. 11

16.07.2015
Allir eru hjartanlega velkomnir í  Hallgrímskirkju sunnudaginn 19. júlí kl. 11:00. Þá er messa og sögustund í kirkjunnni. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari og prédikar og honum til aðstoðar eru messuþjónar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsönginn undir stjórn organistans Eyþórs Franzsonar Wechner. Sögustundin...

Dexter Kennedy á tónleikum á laugardag og sunnudag

16.07.2015
Á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars laugardaginn 18. júlí og sunnudaginn 19. júlí leikur bandaríkjamaðurinn Dexter Kennedy. Tónleikarnir á laugardeginum hefjast kl. 12.00 en kl. 17.00 á sunnudeginum og miðar eru seldir við innganginn.

Árdegismessur alla miðvikudaga

14.07.2015
Árdegismessa á miðvikudegi kl. 8. Allir velkomnir.

Guðný Einarsdóttir leikur á fimmtudagstónleikum

14.07.2015
Á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumar fimmtudaginn 16. júlí leikur Guðný Einarsdóttir organisti Hjallakirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og miðar eru seldir við innganginn.

Framtíðin í núinu

13.07.2015
  Lexía dagsins er úr seinni hluta Jesabókarinnar. Lestur þessa rismikla texta dró fram í huga mér minningar frá námstíma mínum í guðfræðideild Háskóla Íslands. Þar naut ég kennslu merkra lærimeistara og dr. Þórir Kr. Þórðarson var einn þeirra. Hann var frumlegur fræðimaður, listamaður, merkilegur forystumaður í borgarmálum Reykjavíkur...

Fyrirbænastund á þriðjudögum

13.07.2015
Alla þriðjudaga ársins er fyrirbænastund í kórkjallara Hallgrímskirkju kl. 10,30. Verið velkomin til kyrrðar og fyrirbænar í húsi Guðs.

Messa og barnastund 12. júlí kl 11

11.07.2015
ALLIR ERU HJARTANLEGA VELKKOMNIR Í HALLGRÍMSKIRKJU SUNNUDAGINN 12. JÚLÍ KL. 11:00. Þá er messa og sögustund í kirkjunnni. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og honum til aðstoðar er séra Leonard Ashford og messuþjónar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsönginn undir stjórn organistans Eyþórs Franzsonar Wechner. Þá syngur...

Hörður Áskelsson í Hallgrímskirkju og Dijon

10.07.2015
Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur á tvennum tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju um helgina. Hann hefur einnig þegið boð um að leika í sumartónleikaröð Dómkirkjunnar í Dijon í Frakklandi, La Cathédrale Saint- Benigne þann 19. júlí, þar sem hann leikur úr efnisskrám helgarinnar í Hallgrímskirkju. Með...

Cambridgehljómur - í Evensong og messu

09.07.2015
Peterhouse Chapel Choir er frábær kór frá Cambridge sem syngur í Hallgrímskirkju helgina 11. - 12. júlí. Á laugardag kl. 17 syngur kórinn Evensong, sem er hluti af tíðagerð anglikönsku kirkjunnar. Allir sem unna enskri menningu og vilja kynna sér enskan tíðasöng ættu ekki á láta þennan viðburð fram hjá sér fara.  Á sunnudeginum syngur kórinn...