Fréttir: 2018

Kyrrðarstund

12.12.2018
Kyrrðarstund er á sínum stað fimmtudaginn 13. desember kl. 12. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir og organisti er Hörður Áskelsson. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Eftir stundina verða seldir jólasmáréttir gegn vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Kyrrðarstund á jólaföstu - nýjung á aðventu

11.12.2018
,,Leitaðu friðar og leggðu stund á hann" Sálmur 34.15 Næstu tvo miðvikudaga 12. og 19. desember kl. 17 - eftir lokun verður boðið til sérstakrar kyrrðarstunda sem einblína á íhugun og bæn í hljóðri kirkjunni. Kirkjugestir eru hvattir til þess að kveikja á kertum á kórtröppunar eða við ljósberann og njóta þess að vera í kyrrðinni fjarri stressi í...

Árdegismessa

10.12.2018
Miðvikudaginn 12. desember kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir velkomnir.

Fyrirbænamessa í Suðursal

10.12.2018
Þriðjudaginn 11. desember kl. 10:30 verður fyrirbænamessa í Suðursal kirkjunnar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Kaffisopi eftir stundina. Allir velkomnir.

Hádegisbæn

09.12.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Fjölskylduguðþjónusta og aðventuhátíð sunnudaginn 9. desember kl. 11

06.12.2018
Umsjón hafa sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur. Organisti er Hörður Áskelsson. Aðstoð við helgileik Unnur Sesselía Ólafsdóttir. Ragnheiður Bjarnadóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir aðstoða, ásamt...

Ensk jólamessa / Festival of Nine Lessons and Carols – A Christmas Service in English

06.12.2018
  English below: Messa á ensku kl. 14, sunnudaginn 9. desember í samkvæmt enskri jólahefð sem prestarnir dr. Sigurður Árni Þórðarsonr og sr. Bjarni Þór Bjarnason leiða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti og stjórnandi er Hörður Áskelsson. Messan er skipulögð af Kanadíska sendiráðinu í Reykjavík. Verið...

Hádegistónleikar - Orgel Matinée

05.12.2018
Laugardaginn 8. desember kl. 12 verða hádegistónleikar í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur verk tengd aðventu eftir Johann Sebastian Bach og Max Reger. Í upphafi tónleikanna verður stutt helgistund í umsjá sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hérna fyrir...

Kyrrðarstund

05.12.2018
Kyrrðarstund á fimmtudaginn 6. desember kl. 12. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.