Vorhátíð var haldin í dag í Hallgrímskirkju. Fjöldi barna kom í kirkju, fjölskyldur þeirra, þau sem koma venjulega í kirkjuna og nokkrir útlendingar sem vildu njóta guðsþjónustu í kirkjunni. Barnakórinn Graduale Futuri söng og fiðlusveit úr Allegro Suzukitónlistarskólanum Allegro-sveit frá Suzukiskólanum lék forspilið. Eftir fjölskylduguðsþjónustu var kröftulega hoppað í hoppukastala, föndrað og leikið í Suðursal. Svo voru tvö hundruð pylsur grillaðar og jafn mörg pylsubrauð. Í biðröðinni við pyslustöðina var mikið fjör. Starfsmenn í barna- og unglingastarfinu unnu með börnum í stöðvum, kirkjuverðir og sóknarnefndarfólk voru í önnum. Kristný Rós Gústafsdóttir stjórnaði vorhátíð af krafti. Góð vorhátíð.
t&m/sáþ