Það var sannarlega „syngjandi kirkja“ í Hallgrímskirkju á síðasta sunnudag Aðventu á Syngjum jólin inn!
Húsfyllir og 100 manna sameinaður kór þriggja kirkna, Hallgrímskirkju, Breiðholtskirkju og Neskirkju auk beggja orgelana fylltu kirkjuna af söng.
Þetta er nýr viðburður í tónlistarstarfi Hallgrímskirkju sem án efa verður að mikilvægri hefð í safnaðarlífi kirkjunnar,
þar sem allir - söfnuðurinn, organistar og prestar koma saman og undirbúa jólahátíðina.
Myndir: hrefnah