Con Moto er blandaður kór frá Ulsteinvik, litlum bæ á eyju við vesturströnd Noregs. Kórinn var stofnaður fyrir 45 árum og samanstendur af um 30 kórmeðlimum og hefur um helmingur þeirra verið með í kórnum í 35 ár.
Con Moto er þekktur í sinni heimabyggð fyrir að koma fram við ýmis tilefni í ráðhúsi bæjarins. Eins hefur kórinn verið ómissandi þáttur meðal annars við nafngiftir skipa, opnun stórra samgönguverkefna og hina ýmsu menningarviðburði.
Tíunda hvert ár hefur kórinn farið út fyrir landsteinana og sungið í kirkjum meðal annars á Englandi, í Skotlandi, Póllandi og Frakklandi.
Í tilefni af 45 ára afmælis kórsins var ákveðið sækja Ísland heim.
Stjórnandi kórsins er Svein Norleif Eiksund og hefur hann stjórnað kórnum síðasta 41 árið. Hann hefur á sínum langa ferli komið víða við. Auk Con Moto stjórnar hann karlakór, hefur unnið með mörgum öðrum kórum, tónsmiðum og tónlistarfólki. Auk þess hefur hann haldið námskeið og unnið sem dómari í kórakeppnum um allan Noreg og margoft verið heiðraður.
Svein Norleif Eiksund var fulltrúi Noregs á norrænu- og baltnesku kórahátíðinni á Íslandi árið 2010. Á þeirri hátíð veittur Garðar Cortes honum þann heiður að stjórna íslenska kórnum í lokaflutningi þeirra á mótinu.