20 ára sálmasamstarf Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar

04. febrúar 2020

20 ÁRA SÁLMASAMSTARF SIGURÐAR FLOSASONAR OG GUNNARS GUNNARSSONAR
Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:15




Sigurður Flosason, saxófón
Gunnar Gunnarsson, orgel
Mótettukór Hallgrímskirkju
Hörður Áskelsson, stjórnandi
Ókeypis aðgangur

Organistinn Gunnar Gunnarsson og saxófónleikarinn Sigurður Flosason fagna tuttugu ára samstarfsafmæli með glæsilegum tónleikum í samvinnu við Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Í fyrri hluta tónleikanna munu Gunnar og Sigurður flytja eigin sálmaspunaútsetningar sem hafa komið út á fjórum geisladiskum þeirra og heyrst á fjölmörgum tónleikum undanfarna tvo áratugi.

Þessir tónleikar eru hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík.

www.listvinafelag.is
www.motettukor.is