Kirkjulistahátíð og daglegt líf Hallgrímskirkju haldast í hendur og faðmast.
kl. 9.00 byrjar dagurinn í kirkjunni með helgistund við ljósberann. Síðan verður fyrirbænastund í kórkapellu (gengið inn að austan) kl. 10,30.
kl. 12.00 Tónleikaspjall í Ásmundarsal Rætt verður við tónlistarkonuna Marinu Albero Tapaso.
Kl. 21:00 MARÍUSÖNGVAR FRÁ MIÐÖLDUM. LLIBRE VERMELL RAUÐA BÓKIN FRÁ MONTSERRAT. Þeir vilja stundum syngja og dansa.
Tónlistarhópurinn Umbra ásamt Marinu Albero, sem er einn fremsti psalteriumleikari heims, flytja katalónska og norræna Maríusöngva frá miðöldum. Auk Marinu verða sérstakir gestir á tónleikunum slagverksleikararnir Eggert Pálsson og Kristófer Rodriguez Svönuson, sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir, og karlasöngflokkurinn Cantores Islandiae sem hefur sérhæft sig í gregorsöng.
Umbra hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í mars sl. fyrir plötu ársins 2018 í flokki þjóðlagatónlistar. Miðaverð 5.900 kr.