75 ára Afmælishátíð Kvenfélags Hallgrímskirkju

28. febrúar 2017

75 ára Afmælishátíð
Kvenfélags Hallgrímskirkju


 8. mars 2017 kl. 19 – 21




Gestur fundarins að þessu sinni verður Guðrún Finnbjarnardóttir sem fer yfir síðustu dagana fyrir vígslu kirkjunnar árið 1986.
Boðið verður uppá veglegt kaffihlaðborð að hætti kvenfélaga.
Þessi fundur, sem aðrir er opinn og allir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin

Tekið verður við skráningu nýrra félaga á fundinum

Kvenfélag Hallgrímskirkju var stofnað sunnudaginn 8. mars 1942 í bíósal Austurbæjarskóla.
Tilgangur félagsins var að styðja við byggingu kirkjunnar.
Þegar kirkjan var síðan vígð árið 1986 hafði 65% byggingakostnaðar verið aflað í söfnunum sem safnaðarstjórnin og kvenfélagið hafði staðið fyrir ásamt gjafafé frá velunnurum kirkjunnar.
Þó að mest hafi verið lögð áhersla á byggingu kirkjunnar hefur félagið einnig starfað öturlega að öðrum málefnum kirkjunnar allt til dagsins í dag. Félagið hefur m.a. gefið skrúða og altarisklæði ásamt skírnarfonti kirkjunnar. Önnur málefni hafa verið styrkt með fjárframlögum.
Félagið heldur fundi reglulega yfir veturinn, stendur fyrir ferðalögum og hefur haldið veglega jóla- og þorrafundi.
(Tekið upp úr bók Sigurðar Pálssonar; Mínum drottni til þakklætis.)