8. júní: Aftansöngur, klukkur, Klais, tölvur en aðallega Andinn

06. júní 2019
17.00
Aftansöngur. Kantatan Bleib bei uns BWV 6 eftir J. S. Bach. Prestur Kristján Valur Ingólfsson. Flytjendur: David Erler kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi, Schola cantorum og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Ókeypis aðgangur -allir velkomnir!

17.50
Hvítasunnan hringd inn. Klukkuspil.

18.00
Samhringing klukkna. Klukknahljómsins notið í kirkjunni og á Hallgrímstorgi og í Ásmundarsal í verki Finnboga Péturssonar.

21.00
Klais, klukkuspil og tölvur. Tónlist eftir raftónskáld með nýjum hljómi, þ.s. midi-tölvubúnaður Klais orgelsins er nýttur og verk tónskáldanna leikin af tölvum. Umsjónarmaður: Guðmundur Vignir Karlsson. Ókeypis aðgangur- allir velkomnir.