Í dag hefjast Æði-flæði vorsmiðjur fyrir 1.-4. bekk og á morgun er vorsmiðja fyrir 5.-7. bekk. Æði-flæði listasmiðjurnar heppnuðust mjög vel í vetur og það var góð þátttaka. Þemað í vorsmiðjunum er útivera og leikur. Hóparnir munu hittast fjórum sinnum og enda svo smiðjurnar á því að taka þátt í vorhátíð Hallgrímskirkju 14. maí næstkomandi. Það er gott samstarf á milli frístundarheimilisins Draumalands og Hallgrímskirkju en starfsmenn Hallgrímskirkju sækja börn þangað sem eru skráð í smiðjuna. Börnin fá hressingu þegar þau mæta og í lokin heyra þau biblíusögu. Þátttaka í smiðjurnar er óháð búsetu barnsins. Það er ennþá hægt að skrá börn í smiðjurnar hér. Kristný Rós Gústafsdóttir og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir munu leiða smiðjurnar. Það kostar ekkert að taka þátt!
Hér má sjá dagskrá smiðjanna:
1.- 4. bekkur:
5.-7. bekkur: