Afmælishátíð Biblíufélagsins

28. ágúst 2015


Hið íslenska Biblíufélag var stofnað árið 1815 og er því 200 ára. Að gefu afmælistilefninu verður haldin veglega hátíð á vegum HÍB í Hallgrímskirkju, laugardaginn 29. ágúst og hefst kl.14. Allir eru velkomnir.


Dagskrá:
Forspil: Guðný Einarsdóttir (orgel) og Eiríkur Örn Pálsson (trompet)
Setning: Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir
Tónlist: Elísabet Waage (harpa) og Gunnar Kvaran (selló)
Ávarp: Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson
Almennur söngur: Þitt orð er, Guð, vort erfðafé
Kjöri heiðursfélaga lýst
Árnaðaróskir af hálfu erlendra gesta: Ingeborg Mongstad-Kvammen, framkvæmdastjóri norska biblíufélagsins, NBS
Tónlist: Scola Cantorum
Lestur valinna texta úr ýmsum Biblíuþýðingum
Arfur kynslóðanna- litið yfir farinn veg. Séra Sigurður Pálsson, fv.framkvæmdastjóri HÍB
Tónlist: Karlakór KFUm frumflytur sálm eftir Bjarna Gunnarsson við ljóð Guðlaugs Gunnarssonar samið í tilefni afmælisins
Horft fram á veginn- mótun framtíðar, Þóra Björg Sigurðardóttir, guðfræðinemi
Almennur söngur: Gefðu að móðurmálið mitt.


Stjórnandi: Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir