Í maílok urðu tímamót í Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson, kantor, lét af störfum sem organisti kirkjunnar. Hörður hefur gegnt þeirri stöðu frá því hann lauk námi í Þýskalandi árið 1982. Hann beitti sér, ásamt prestum, sóknarnefnd og velunnurum kirkjunnar, fyrir uppbyggingu safnaðarstarfs Hallgrímskirkju. Hörður stofnaði Mótettukór Hallgrímskirkju, Schola cantorum og gegndi lykilhlutverki í uppbyggingu listalífs kirkjunnar sem hefur verið afar litríkt. Fyrir gifturík störf hans þakka sóknarnefnd, söfnuður og vinir Hallgrímskirkju. Þökk sé Herði. Arfur hans er arfur gæða og mun skila arði til framtíðar.