Alþjóðlegt orgelsumar heldur ótrautt áfram og þessa vikuna er að sjálfsögðu tónleikaveisla. Nánari upplýsingar um tónleika sumarsins er inn á vef Listvinafélagsins
Að venju gefa Schola cantorum tóninn með tónleikum á miðvikudaginn 13. júlí kl. 12. Miðaverð er 2.500 kr. og listvinir fá 50 % afslátt. Miðasala hefst 1 klukkustund fyrir tónleika í anddyrinu.
Fimmtudagurinn 14. júlí kl. 12
Orgel, saxófónn og orðasalat
Organistinn uppátækjasami, Lára Bryndís Eggertsdóttir, heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 14. júlí ásamt danska saxófónleikaranum Dorthe Højland. Lára, sem hefur verið búsett í Danmörku undanfarin ár og gegnir nú um stundir stöðu organista við Sønderbro kirke í Horsens, er með öllu ófáanleg til að láta nokkuð uppi um efnisskrá þeirra!
Aðgangseyrir: 2.000 kr. og frítt fyrir lisvini. Miðasala hefst 1 klukkustund fyrir tónleika í anddyrinu.
Laugardagurinn 16. júlí og sunnudagurinn 17. júlí kl. 17
Katelyn Emerson hefur aðeins fjögur ár um tvítugt en þykir einn efnilegasti organisti í heiminum. Í síðasta mánuði sigraði hún til að mynda í National Young Artists Competition in Organ Performance sem haldin er annað hvert ár á vegum samtaka bandarískra organista. Með þann glæsilega árangur og reynslu í farteskinu kemur Katelyn hingað til lands í vikunni og leikur tvenna tónleika á Alþjóðlegu Orgelsumri í Hallgrímskirkju um komandi helgi.
Á laugardeginum leikur Katelyn hálftíma tónleika þar sem á efnisskránni eru verk samin í minningu látinna eftir Mozart, Duruflé og Schumann. Á sunnudeginum leikur hún afar fjölbreytt prógramm sem spannar allt frá barokktónlist til 20. aldar tónlistar eftir höfunda á borð við Bach, Buxtehude, Brahms, Messiaen og Escaich.
Tónleikar Katelyn eru laugardaginn 16. júlí kl. 12 og sunnudaginn 17. júlí kl. 17.
Aðgöngumiðar eru seldir á midi.is og klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2000 á laugardeginum og kr. 2500 á sunnudeginum.