Allt að gerast í Hallgrímskirkju! Upphaf vetrarstarfsins
06. september 2016
Núna í byrjun september hefst eins og vanalega okkar fasta kirkjustarf. Nóg er um að vera og margt í boði fyrir fjölbreytta aldurshópa en í þessari færslu verður stikklað á stóru varðandi dagskrárliði sem hafa legið í ,,sumardvala".
Fermingarstarf
Fermingarfræðslan er alla miðvikudaga kl. 15 - 16 í kórkjallara kirkjunnar (gengið inn að aftan). Fleiri upplýsingar um fermingarfræðsluna er að finna hér.
Barna og unglingakór Hallgrímskirkju
Kóræfingar hefjast þriðjudaginn 6. september kl. 17-18. Kóræfingar verða í vetur á þriðjudögum á sama tíma og á fimmtudögum kl. 16-18. Nánari upplýsingar hérna.
Æskulýðsstarf
TTT - 10 til 12 ára starfið, hefst þriðjudaginn 6. september og er alla þriðjudaga í kórkjallaranum.
Æskulýðsfélagið Örkin fyrir unglinga í 8. - 10. bekk hittist alla þriðjudaga kl. 19.30 - 21.30 í kórkjallaranum.
Krílasálmar - Tónlistarstundir fyrir lítil kríli og krútt. Námskeið í Laugarneskirkju á haustönn 2016 á fimmtudögum kl. 13.00. Frá 15. september - 27. október. Nánari upplýsingar og skráning er hjá arngerdur@laugarneskirkja.is og inga@hallgrimskirkja.is.
Starf eldri borgara
Liðug á líkama sál halda áfram á þriðjudögum kl. 11 - 13 í kórkjallaranum á undan fyrirbænamessunni sem byrjar hálftíma áður. Súpa, spjall og leikfimi. Mjöll Þórarinsdóttir og Helga Þorvaldsdóttir halda utan um hópinn. Allir velkomnir.
Kyrrðarstundir
Kyrrðarstundirnar hefjast aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 15. september. Eins og vanalega eru þessar vinsælu stundir kl. 12 og innihalda 30 mín. íhugun og bæn. Eftir stundina er svo súpa í boði á vægu verði í Suðursal kirkjunnar.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Kvenfélagið heldur mánaðarlegar samverur sem verða auglýst nánar þegar nær dregur.