“Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin. Hallelúja.”

19. maí

“Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin. Hallelúja.”

Þetta niðurlag 150. sálms Gamla testamentisins er yfirskrift yfir fáein orð í tilefni að gjöf Hallgrímssafnaðar til kirkjunnar og fólksins sem safnast saman í helgihaldi Hallgrímssafnaðar.

Megin hlutverk tónlistarflutnings í helgihaldi er að skapa hughrif með sóknarbörnum og þeim sem taka þátt í helgihaldinu. Sú tónlist sem þar ræðir um byggir á fjölbreyttu litrófi lítúrgískrar tónlistar.

Tónlistin styður við helgihaldið, er annað hvolfið eða gáttin í hjartanu sem slær í hverri messu og af öllum hljóðfærum sem henta í helgihaldi þá hefur orgelið virðingarstöðu vegna möguleika sinna til að styðja við söng.

Ekki síst er það vegna þessa einstöku eiginleika orgelsins að með öllum þeim röddum sem þar koma saman í einu hljóðfæri getur það miðlað blæbrigðum mannlegra tilfinninga frá gleði til sorgar og lofgjörðar til tregaljóða.

Á sama hátt hefur orgelið yfir að búa margþættum möguleikum til að minna okkur á nálægð Guðs og mikilfengleika.

Pípuorgel hefur stórt hlutverk í boðun kirkjunnar sem hluti af vönduðu helgihaldi. Einnig með flutningi kirkjutónlistar aldanna á tónleikum og öðrum menningartengdum viðburðum.
Mikilvægasta hlutverkið er þó að leiða safnaðarsöng ásamt kór kirkjunnar, þar sem hinar samsettu raddir orgelsins blandast við raddir safnaðarins og hvetja til söngs.

Að þessu sögðu þá eru það gleðitíðindi fyrir Hallgrímssöfnuð, þau sem taka þátt í helghaldinu og þau sem leiða helgihaldið, kór, kórstjóra og organista að nú skuli vera tekið í notkun glæsilegt endurnýjað, endurbyggt kórorgel sem skartar sínu fegursta og hljómar hér við kór Hallgrímskirkju.
Allt helst þetta í hendur til að við öll fáum fullum hálsi, studd af kórorgeli sem lyftir og litar söng og tilbeiðslu safnaðararins, lofað Guð af enn meiri krafti en áður í sálmum og söng.

Allt sem andardrátt hefur lofi Drottin!

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir

Glöggir lesendur hafa séð að á forsíðu heimasíðunnar okkar er borði sem tengdur er litum kirkjuársins. Í dag er liturinn rauður, en rauður er litur hvítasunnunnar. Þeirra daga þegar píslarvottanna er minnst. Hann er litur andans og kærleika, fórnar, elds og blóðs. Um allan heim fagnar kristin kirkjan upprisu Jesú til himins og fæðingarhátíð kirkjunnar.

Í Hallgrímskirkju fögnum við einnig vígslu nýendurbyggðs kórorgels. Nýrrar víddar í hljóðheim kirkjunnar. Hátíðarmessu í Hallgrímskirkju á Hvítasunnudag var útvarpað á Rás 1 sem hægt er að hlusta á HÉR. En þau sem ekki komu í morgun fá annað tækifæri í dag til að hlusta á orgelin tvö og Kór Hallgrímskirkju á blasti á Vígslutónleikum Frobenius kórorgelsins kl. 17.

Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum.

Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja styrkja uppbyggingu orgelsins geta greitt við innganginn eða notað QE-kóðann hér að neðann.
Einnig er hægt að millifæra inn á sérstakan reikning í vörslu kirkjunnar og er reikningsnúmerið eftirfarandi:
0133-26-009422 Kt: 590169-1969 Mikilvægt er að skrifa "Orgelsjóður" í útskýringu.

Hallgrímskirkja – Staður tónlistarinnar!