Inni- og útilýsing Hallgrímskirkju hlaut alþjóðleg verðlaun í tveimur flokkum LIT lýsingarverðlaunanna sem tilkynnt var um í gær, 24. nóvember. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir þau verkefni sem þykja skara fram úr á heimsvísu fyrir frumlega og vel heppnaða hönnun.
Liska ehf. vann til verðlauna fyrir lýsingu Hallgrímskirkju í flokkunum „Heritage lighting“ og „Spectrum lighting“. Hér er frétt LIT Lighting Design Awards um verðlaunin. Liska ehf. segir einnig frá verðlaununum á vef sínum.
Heritage lighting verðlaunin er veitt verkefnum sem flokkast til bygginga-, menninga- og samfélagsarfleiðar, þar sem lýsing hefur verið hönnuð með einstakri virðingu fyrir viðfangsefninu og nær jafnframt að draga fram einkennandi atriði með smekklegum, jafnvel frumlegum hætti.
Spectrum lighting verðlaunin eru veitt verkefnum þar sem lýsing hefur verið hönnuð sérstaklega með það í huga að nýta litróf ljóssins með frumlegum og vel heppnuðum hætti.
Við óskum Lisku ehf., Hallgrímssókn og samstarfsaðilum verkefnisins innilega til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu!
Samstarfsaðilar verkefnis:
Hallgrímskirkjusókn, Fagraf, Ískraft, Erco, Casambi, Luxor, Griven, Pharos, Hornsteinar, Verktækni, Fagurverk, Verkpallar ehf.