Alþjóðlegi mannréttindadagurinn / Hallgrímskirkja í gulum ljóma!
10. desember
Alþjóðlegi mannréttindadagurinn / Hallgrímskirkja í gulum ljóma 9. og 10. desember.
Ár hvert tekur fjöldi fólks um heim allan þátt í alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Í herferðinni í ár eru níu mál þolenda mannréttindabrota frá öllum heimshlutum. TikTok-stjarna í Angóla og baráttukona fyrir réttindum kvenna í Sádi-Arabíu eru í hópi þeirra.
Herferðin hefur svo sannarlega sýnt að almenningur getur umbreytt lífi þolenda mannréttindabrota. Á þessu ári öðluðust þrír einstaklingar nýtt líf í kjölfar þess að hafa verið hluti af herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi.
Til að minna á herferðina verða ýmsar áberandi byggingar lýstar upp með gulu ljósi dagana 9.- 10. desember. Seinni dagurinn er alþjóðlegi mannréttindadagurinn sem er vel við hæfi því að guli liturinn er litur Amnesty International og táknar vonarljós fyrir þolendur mannréttindabrota. Hallgrímskirkja, Harpa, Perlan, Ráðhús Reykjavíkur og Hof á Akureyri eru þær byggingar sem munu lýsa upp myrkrið með vonarljósinu og minna á mikilvægi mannréttindabaráttunnar.
Hægt er að skrifa undir öll málin í herferðinni Þitt nafn bjargar lífi á www.amnesty.is