Athöfn í minningu Elísabetar II Bretlandsdrottningar

16. september 2022
Fréttir

Næstkomandi sunnudagskvöld, 18. september kl. 20.00 verður haldin minningarathöfn í Hallgrímskirkju um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést 8. september. Að athöfninni standa Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja.
Við athöfnin þjóna prestarnir sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur á orgel og félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

Athöfnin fer fram á ensku, en sálmarnir sem sungnir verða eiga það sammerkt að hafa verið uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar. Sendiherra Bretlands á Íslandi, Bryony Mathew, mun sækja athöfnina en þess má geta að sérstök tengsl eru á milli Hallgrímskirkju og Ensku biskupakirkjunnar.  Í Hallgrímskirkju hafa anglíkanskar messur verið haldnar til langs tíma með stuttum hléum en einu sinni í mánuði samfellt frá árinu 2001. Enskir jólasöngvar hafa verið sungnir ár hvert síðan skömmu eftir að kórkjallari kirkjunnar var vígður árið 1948.

Athöfnin er öllum opin og verður hægt að tendra á kerti í minningu drottningarinnar við lok stundarinnar.