Augu og Árórur

20. ágúst 2021
Blinda og sjón eru stef í guðspjalli sunnudagsins 22. ágúst. Hvernig horfum við? Hvað er mikilvægt að sjá? Guðsþjónustan í Hallgrímskirkju hefst kl. 11.00. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari og messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Kvennakórinn Aurora syngur. Stjórnandi Sigríður Soffía Hafliðadóttir.

Forspil Johann Sebastian Bach - Wo soll ich fliehen hin BWV 646

Sálmur 1 – Sé Drottni lof og dýrð

Kórsöngur milli lestra Pie Jesu

Sálmur  834 – Leitið hans ríkis og réttlætis nú

Sálmur 22 – Þú, mikli Guð ert með oss á jörðu

---

Kórsöngur - Dona nobis pacem

Sálmur 712 – Dag í senn, eitt andartak í einu

Eftirspil Camille Saint Saëns Fantaisie Es dúr Con moto - Allegro di molto et fueco

Lexía: Slm 86.9-13, 15
Allar þjóðir, sem þú hefur skapað,
munu koma og falla fram fyrir þér, Drottinn,
og tigna nafn þitt
því að þú ert mikill og gerir undraverk,
þú einn ert Guð.
Vísa mér veg þinn, Drottinn,
að ég gangi í sannleika þínum,
gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.
Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta
og tigna nafn þitt að eilífu
því að miskunn þín er mikil við mig,
þú hefur frelsað sál mína frá djúpi heljar.
En þú, Drottinn, ert miskunnsamur og líknsamur Guð,
þolinmóður, gæskuríkur og harla trúfastur.

Pistill: Post 9.1-5
Sál hélt enn áfram að æða um með líflátshótanir gegn lærisveinum Drottins. Nú fór hann á fund æðsta prestsins og beiddist bréfa af honum til samkundnanna í Damaskus að hann mætti flytja í böndum til Jerúsalem þá er hann kynni að finna og væru þessa vegar,[ hvort heldur karla eða konur. En þegar hann var á ferð sinni kominn í nánd við Damaskus leiftraði skyndilega um hann ljós af himni. Hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“ En hann sagði: „Hver ert þú, Drottinn?“ Þá var svarað: „Ég er Jesús sem þú ofsækir.“

Guðspjall: Mrk 8.22-27
Þeir koma nú til Betsaídu. Þar færa menn til Jesú blindan mann og biðja að hann snerti hann. Hann tók í hönd hins blinda, leiddi hann út úr þorpinu, skyrpti í augu hans, lagði hendur yfir hann og spurði: „Sérðu nokkuð?“ Hann leit upp og mælti: „Ég sé menn, ég greini þá líkt og tré, þeir ganga.“ Þá lagði Jesús aftur hendur yfir augu hans og nú sá hann skýrt, varð albata og gat greint allt. Jesús sendi hann síðan heim til sín og sagði: „Inn í þorpið máttu ekki fara.“