Næsta sunnudag, 4. sept. kl. 11:00 hefst sunnudagaskólinn í Hallgrímskirkju aftur eftir sumarfrí. Sunnudagaskólann hefst inn í kirkju í messunni og svo fer sunnudagaskólinn inn í Suðursal. Þar verður sungið, leikið, biblíusaga sögð, föndrað og fleira. Djús og ávextir eftir stundina.
Kirkjukrakkar hefjast á þriðjudaginn sem er barnastarf fyrir börn í 1.-4. bekk í grunnskóla. Leiðtogarnir sækja börnin í frístundarheimilið Draumaland sem er við Austurbæjarskóla og fylgja þeim þangað aftur að starfi loknu. Barnastarfið TTT hefst á fimmtudaginn en það er starf fyrir 10-12 ára börn. Starfið verður í kórkjallaranum. Skráning í starfið er hér.
Örkin og unglingar er æskulýðsfélag fyrir ungmenni í 8.-10. bekk í grunnskóla. Í starfinu er ýmislegt brallað, t.d. leikir, spil, bakstur, popp.
Öll börn eru hjartanlega velkomin í barna- og unglingastarf í Hallgrímskirkju.