Beint streymi frá helgihaldi úr Hallgrímskirkju á aðfangadag

24. desember 2024

Beint streymi frá helgihaldi í Hallgrímskirkju á aðfangadag

Streymt verður á netinu beint frá athöfnum í Hallgrímskirkju á aðfangadag með link af MBL, Facebook og heimasíðu kirkjunnar.

Á aðfangadag verður hægt að fylgjast með streymi frá aftansöng klukkan 18.00 og guðsþjónustu á jólanótt klukkan 23.30.

Hér fyrir neðan má finna hlekki á streymið frá helgihaldinu í Hallgrímskirkju á aðfangadag en um tvö þúsund manns sækja Hallgrímskirkju að jafnaði fyrstu jóladagana ár hvert og með streyminu getum við boðið öllum, hvar sem dvalið er um jólin, að vera með okkur.

 

Aftansöngur á aðfangadag

Prestur: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Kór Hallgrímskirkju syngur
Kórstjóri: Steinar Logi Helgason
Einsöngur: Sólbjörg Björnsdóttir
Flautuleikari: Björg Brjánsdóttir

Beint streymi frá aftansöng á aðfangadag má finna á bak við þessa smellu!
Messuskrána má finna hér!

Guðsþjónusta á jólanótt

Prestur: Sr. Eiríkur Jóhannsson
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Kammerkórinn Huldur syngur
Kórstjóri: Hreiðar Ingi Þorsteinsson
Einsöngur: Oddný Þórarinsdóttir og Gunnar Björn Gunnarsson Maríuson.

Beint streymi frá Guðsþjónustu á jólanótt má finna bak við þessa smellu!
Messuskrá má finna hér!

HALLGRÍMSKRKJA – ÞINN STAÐUR UM JÓLIN!