Biðjum um frið og Bleikur október.
Alla mánudaga og föstudaga milli kl. 12.00-12.15 er boðið til bænastundar við kapelluna í Hallgrímskirkju. Kapellan er við Maríugluggann norðanmegin í kirkjunni og eru öll hjartanlega velkomin.
Hægt er að koma á framfæri fyrirbænarefnum í síma kirkjunnar, 5101000 eða á netfangið hallgrimskirkja@hallgrimskirkja.is
Bleikur október.
Hallgrímskirkja er lýst bleikum ljóma í október til stuðnings og samstöðu við allar konur sem greinst hafa með krabbamein.
Bleiki liturinn er táknrænn fyrir árverkni-og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins þar sem sjónum er beint að baráttuni gegn krabbameinum hjá konum.
Þau sem vilja styrkja málefnið er bent á Ljósið.
Hallgrímskirkja – Staðurinn okkar!