Blessuð sé minning Árna Grétars Jóhannessonar / Futuregrapher

30. janúar

Samstarfsfólk í Hallgrímskirkju vottar fjölskyldu, aðstandandendum og ástvinum Árna Grétars Jóhannessonar hjartanlega samúð vegna fráfalls hans.
Hallgrímssöfnuður naut tónlistarhæfileika hans og listrænnar næmni í Kvöldkirkjunni undanfarin ár.

Við minnumst hlýju hans og næmni sem birtist í fallegri tónlistinni sem eins og læddist um kirkjuna, um háar hvelfingar í rökkvaðri kirkjunni þar sem fólk kom og naut þess að hlusta og hvílast.

Guð blessi minningu Árna Grétars, hann er Guði falinn í þökk!

Samstarfsfólk Hallgrímskirkju

Ljósmynd: Ómar Sverrisson