Bænastund, tónleikar, ratleikur og tilboð í turninn

16. júní 2020



 

Hallgrímskirkja er opin kl. 12-18 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Kl. 12 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða bænastund og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.

Borgarblómin munu flytja sígildar dægurperlur kl. 15. Tónlistarhópurinn samanstendur af þremur klassískum tónlistarkonum, Mörtu Friðriksdóttur sópran, Ólínu Ákadóttur píanóleikara og Þórhildi Steinunni Kristinsdóttur mezzo-sópran. Borgarblómin eru hluti af listhópum Hins hússins.

Björn Steinar Sólbergsson organisti mun svo loka deginum í Hallgrímskirkju með örtónleikum á hið magnaða Klais orgel kirkjunnar kl. 17.30.

Allan daginn verður í gangi fjölskylduratleikur um kirkjuna en það er Kristný Rós Gústafsdóttir verkefnastjóri sem hefur séð um útfærslu leiksins.

Tilboð í turninn:

Fullorðnir kr. 500
Frítt fyrir börn