4. júlí 2021 er gleðilegur í Hallgrímskirkju. Ástæðan er ekki aðeins að þetta er fimmti sunnudagur eftir þrenningarhátíð og þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna heldur verður fyrsta almenna altarisganga í sunnudagshelgihaldinu síðan í febrúarlok 2020. Í prédikun verður talað um gildi og menningu Bandaríkjanna, Íslendinga og Guðsríkisins.
Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar: Sigrún Valgeirsdóttir, Birna Gunnarsdóttir, Stefán Jóhannsson, Sesselja Jónsdóttir, Helga Diep, Hjördís Jensdóttir og Árni Þór Árnason. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Forsöngvarar: Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson og Bjarni Thor Kristinsson.
Forspil: Abide with me - Flor Peeters
Sálmur 426 - Ver hjá mér Herra
Sálmur 345 - Kristur mér auk þú enn
Sálmur 267 - Kristur, sem reistir þitt ríki á jörð
---
Kórsöngur - Í bljúgri bæn
Amerískt þjóðlag í raddsetningu Guðna Þ. Guðmundssonar / Pétur Þórarinsson
Sálmur 47 Gegnum Jesú helgast hjarta
Undir altarisgöngu: Chorale prelude on ´Éventide´, - C. Hubert H. Parry
Sálmur 375 Hærra minn Guð til þín
Eftirspil: A Festive Trumpet Tune - Douglas E. Wagner
Lexía: Fyrsta Mósebók 12.1-4a. Drottinn sagði við Abram: Far þú burt úr landi þínu, frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins sem ég mun vísa þér á. Ég mun gera þig að
mikilli þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið. Blessun skalt þú
vera. Ég mun leiða blessun yfir þá sem blessa þig og bölvun yfir þann
sem formælir þér. Allar ættkvíslir jarðarinnar munu af þér blessun
hljóta. Þá lagði Abram af stað eins og Drottinn hafði sagt honum og
Lot fór með honum.
Pistill: Rómverjabréf 16.1-7. Ég bið ykkur fyrir hana systur okkar, Föbe, sem er djákni safnaðarins í Kenkreu. Veitið henni viðtöku vegna Drottins, eins og kristnum ber, og hjálpið henni með allt sem hún þarf að fá hjá ykkur. Hún hefur verið bjargvættur margra, þar á meðal mín sjálfs. Heilsið Prisku og Akvílasi, samverkamönnum mínum í Kristi Jesú. Þau hafa stofnað lífi sínu í hættu fyrir mig. Fyrir það votta ég þeim þakkir, ekki ég einn heldur og allir söfnuðir meðal heiðinna þjóða. Heilsið einnig söfnuðinum sem kemur saman í húsi þeirra. Heilsið Epænetusi, mínum elskaða. Hann er frumgróðinn handa Kristi í Asíu. Heilsið Maríu sem mikið hefur erfiðað fyrir ykkur. Heilsið Andróníkusi og Júníu, ættmennum mínum og sambandingjum. Þau skara fram úr meðal postulanna og gengu Kristi á hönd á undan mér.
Guðspjall: Lúkasarguðspjall 8.1-3 . Eftir þetta fór Jesús um, borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikaði og flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki. Með honum voru þeir tólf og konur nokkrar er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúkdómum. Það voru þær María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið úr, Jóhanna, kona Kúsa, ráðsmanns Heródesar, Súsanna og margar aðrar. Þær hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.