Verkið Brynjur eftir Steinunni Þórarinsdóttur verður til sýnis á Hallgrímstorgi í sumar. Verkið er í þrennu lagi og er sett upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2022.
Í kynningartexta um verkið segir: "Í innsetningunni er nöktum, kynlausum og varnarlausum fígúrum úr smiðju listamannsins stllt upp gegn brynjum. Fyrirmynd þeirra er sonur Steinunnar. Þrátt fyrir varnarleysi sitt bjóða manneskjurnar valdinu byrginn. Auk þess eru þær í sömu stellingu oghafa sama yfirbragð og brynjurnar og gætu í raun passað inn í þær. Í verkinu felst því ákveðin tvenndarhyggja. Verkið vísar til þess að mannkynið á í stöðugri baráttu og er stöðugt að verja sig, nú síðustu misserin fyrir sameiginlegum óvini í formi veiru auk þess sem stríð hefur brotist út í Evrópur. Áhorfandinn getur tengst verkinu líkamlega, snert það og fundið spennuna sem ríkir hjá hverju pari."
Verkin vekja athygli og áhuga vegfaranda á Hallgrímstorgi og verður ánægjulegt að hafa þau framan við kirkjuna í allt sumar.