Sunnudaginn 30. ágúst, 13. sunnudag eftir þrenningarhátíð, er dagur kærleiksþjónustunnar í kirkjunni. Í Hallgrímskirkju er messa og sögustund kl. 11.00. Sögustundin er í umsjá Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamst messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og leiða safnaðarsöng og organisti er Eyþór Franzson Wechner. Guðspjall dagsins og íhugunarefni er úr fjallræðunni (Matteusarguðspjall 5-7 kafli ) en þar segir :
Þótt þér elskið þau sem yður elska, hvaða laun eigið þér fyrir það?