Elskum við náttúruna? Er nátturan náungi okkar? Sunnudagurinn 16. september er dagur íslenskrar náttúru. Barnastarfið og messan verða kl. 11 og náttúrutengsl okkar verða íhuguð. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari og prédika í samtalsprédikun. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Bænir og ávarp: Björn Erlingsson og sr. Halldór Reynisson. Umsjón barnastarfs Inga, Karítas og Ragnheiður.