Dymbilvika og pàskar 2018

28. mars 2018


Pálmasunnudagur 25.mars: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30.
Hátíðarmessa kl. 11: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Gestakórinn King‘s Voices frá Cambridge syngur. Stjórnandi er Ben Parry.
Björn Steinar Sólbergsson er organisti. Edward Reeve leikur eftirspil.
Umsjón með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og leiðtogar.
Á meðan messu stendur er turninn lokaður milli kl. 10.30 – 12.15

Ensk messa kl. 15 (ATH breyttur tími): Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Mánudagur 26. mars: Opið frá 9 – 18, turninn opinn 9 – 16:30.
Passíusálmalestur kl. 17-18: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir og tónlist verður leikinn. Að þessu sinni eru lesarar úr hópi KFUM og K, Knattspyrnufélagsins Vals, Skátahreyfingarinnar, Karlakórsins Fóstbræður og prestar í sérþjónustu kirkjunnar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir syngur úr 11. og 14. sálmi. 

Þriðjudagur 27. mars: Opið frá 9 – 18, turninn opinn 9 – 16:30.
Passíusálmalestur kl. 17-18: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir og tónlist verður leikinn. Að þessu sinni eru lesarar úr hópi KFUM og K, Knattspyrnufélagsins Vals, Skátahreyfingarinnar, Karlakórsins Fóstbræður og prestar í sérþjónustu kirkjunnar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og Magnea Tómasdóttir syngur 1. vers úr 20. - 29. sálmur í útsetningum Smára Ólasonar.

Miðvikudagur 28. mars: Opið frá 9 – 18, turninn opinn 9 – 16:30.
Passíusálmalestur kl. 17-18: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir og tónlist verður leikinn. Að þessu sinni eru lesarar úr hópi KFUM og K, Knattspyrnufélagsins Vals, Skátahreyfingarinnar, Karlakórsins Fóstbræður og prestar í sérþjónustu kirkjunnar.

Skírdagur 29. mars: Opið frá 9 – 18, turninn opinn 9 – 16:30.
Passíusálmalestur kl. 17-18: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir og tónlist verður leikinn. Að þessu sinni eru lesarar úr hópi KFUM og K, Knattspyrnufélagsins Vals, Skátahreyfingarinnar, Karlakórsins Fóstbræður og prestar í sérþjónustu kirkjunnar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og Guðmundur Vignir Karlsson syngur úr 32. & 35. sálmi.

Kvöldmessa og Getsemanestund kl. 20: Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Félagar úr Schola cantorum leiða safnaðarsönginn.

Föstudagurinn langi 30. mars : Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30
Messa kl. 11: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur.
Á meðan messu stendur er turninn lokaður milli kl. 10.30 – 12.15

Passíusálmalestur kl. 13 – 14: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir og tónlist verður leikinn. Að þessu sinni eru lesarar úr hópi KFUM og K, Knattspyrnufélagsins Vals, Skátahreyfingarinnar, Karlakórsins Fóstbræður og prestar í sérþjónustu kirkjunnar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og Fjölnir Ólafsson syngur úr 44. & 50. sálmi.

Matteusarpassía kl. 18: Flytjendur Skosk/íslenska sópranstjarnan Hannah Morrison,
Kristinn Sigmundsson bassi (Jesús), Valdemar Villadsen guðspjallamaður, Elmar Gilbertsson tenór, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Oddur Arnþór Jónsson bassi, Kammerkórinn Hymnodia og Kammerkór Norðurlands, Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Í samvinnu við MAk – Menningarfélag Akureyrar.
Miðaverð: 7.900 kr. og 5.400 kr. fyrir listvini. Miðasala á tix.is og í Hallgrímskirkju milli 9 – 17 og s: 5101000.

Laugardagur 31. mars: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30.

Páskasunnudagur 1. apríl: Opið frá 8 – 13. Turninn lokaður.
Páskamessa kl. 8: Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Forsöngvarar eru félagar úr Mótettukórnum sem flytja páskaleik. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Hátíðarmessa kl. 11: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Messuþjónar aðstoða. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og leiðtogar.

Annar í páskum 2. apríl: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30.
Fermingarmessa kl. 11: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari ásamt Ingu Harðardóttur sem flytur hugleiðingu. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson.
Á meðan messu stendur er turninn lokaður milli kl. 10.30 – 12.15

Kirkjan er aðeins opinn fyrir messugesti á meðan messu stendur. Turninn er þá lokaður.