Svo þarna útundan mér sé ég smáa englafætur á mynd.
Englamyndir eða íkonar Kristínar Gunnlaugsdóttur sem hanga í kórdyrum Hallgrímskirkju. Gabríel, sendiboðinn og Mikael yfirengill með rauðu fallegu skikkjuna sína. Kannski full glyslegir í yfirlætislausri Hallgrímskirkju en þeir minna okkur á englavernd og hlutverk engla í sögu kristni og trúar.
Þessir nafngreindu englar Biblíunnar og höfðingjar.
Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld,
frá honum kemur hjálpræði mitt.
Hann einn er klettur minn og hjálpræði,
vígi mitt, mér skrikar ekki fótur.
....Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld
því að frá honum kemur von mín.
Hann einn er klettur minn og hjálpræði,
vígi mitt, mér skrikar ekki fótur.
Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd,
minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði.