Miðvikudaginn 19. febrúar, kl. 12 mun Erna Kristín Stefánsdóttir tala um heilagleika líkamns, líkamsvirðingu og sjálfsmynd. Erna Kristín er guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Hún er höfundur bókarinnar Fullkomlega ófullkomin og stýrir facebooksíðunni Ernuland.
Í hádeginu á miðvikudögum, 19. febrúar til 25. mars, verða samverustundir í Norðursal Hallgrímskirkju kl. 12- 12,45. Veitingar eru í boði kirkjunnar og fyrirlesarar tala um það sem þeim er mikilvægt. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, prestar Hallgrímskirkju, stýra fundum.