Fermingarbörn ganga í hús

05. nóvember 2019


Fermingarbörn Þjóðkirkjunnar taka þátt í að safna fé fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Þau safna til vatnsverkefna í Afríku með því að ganga í hús í sóknum um land allt. Miðvikudaginn 6. nóv. munu fermingarbörn Hallgrímskirkju ganga í hús í sókninni með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Börnin gefa þannig af tíma sínum til að safna fé til vatnsverkefna í Úganda og Eþíópíu. Fermingarbörnin fá að kynnast þróunarsamvinnu og hjálparstarfinu á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í vetur. Endilega takið vel á móti fermingarbörnunum.