Langar þig að fermast í Hallgrímskirkju?

10. september

Fermingarstarfið í Hallgrímskirkju er fyrir alla sem vilja taka þátt í skemmtilegri og gefandi dagskrá, læra um lífið, menningu, kærleika og kristna trú.Ef þú ert fæddur eða fædd árið 2011 og vilt fermast í Hallgrímskirkju getur þú skráð þig hér er rafrænt til að taka þátt í fermingarstarfinu okkar.

Fermingarstarfið hefst með kynningarfundi í kirkjunni nk. sunnudag, 15. september eftir messu sem hefst kl. 11, eða um kl. 12.15

Kennt verður í litlum hópum innan og utan kirkju og farið í stuttar vettvangsferðir og lögð áhersla á samvinnu við foreldra, forráðafólk og heimili unglinganna.
Námskeið verða á miðvikudögum kl. 15. 

Frekari upplýsingar gefa prestar Hallgrímskirkju sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir í gegn um tölvupóst eirikur@hallgrimskirkja.is og irma@hallgrimskirkja.is
og í síma: 771 8200 og 864 0802.

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!