Fimm krossfestingar, ský og marmari - leiðsögn um myndlistarsýningu
13. nóvember 2015
Sunnudaginn 15. nóvember kl. 14.00 verður í boði leiðsögn um myndlistarsýningu Helga Þorgils Friðjónssonar í Hallgrímskirkju á næst síðastu sýningarhelginni.
Listamaðurinn Helgi Þorgils, Rósa Gísladóttir myndlistamaður og dr. Sigurður Árni Þórðarson spjalla um verkin
og list Helga. Boðið verður upp á kaffi í suðursal kirkjunnar á eftir.
Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 22. nóvember.
Verið velkomin!
Þessi viðburður er í boði Listvinafélags Hallgrímskirkju