Fjölskyldumessa og sumargleði á sjómannadaginn 5. júní kl. 11
02. júní 2016
Söngur, gleði og fjör einkenna Sumargleði Hallgrímskirkju á Sjómannadaginn 5. júní kl. 11-13. Sumargleði hefst á fjölskylduguðþjónustu kl. 11 þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi þjóna í sameiningu. Gleðin markar vetrarlok barnastarfsins en sögustundir taka við og verða í boði fyrir messugesti í allt sumar. Barna og unglingakór Hallgrímskirkju og Barnakór Ísaksskóla láta ljós sitt skína undir styrkri kórstjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Organisti er Hörður Áskelsson.
Að lokinni fjölskyldumessu verður líf og fjör á Skólavörðurholtinu, hoppukastalar og andlitsmálning, kandífloss, pylsupartý og kökusala.