Fjölskyldumessa, jólaball og Syngjum jólin inn! á fjórða sunnudegi í aðventu.

16. desember 2024

Sunnudaginn 22. desember er fjórði sunnudagur í aðventu

Kl. 11.00 verður fjölskylduguðsþjónusta
Prestur er Sr. Eiríkur Jóhannsson
Perlukórinn syngur, stjórnandi Guðný Einarsdóttir
Fiðluhópur Lilju Hjaltadóttur
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Umsjón með barnastarfi: Rósa Hrönn Árnadóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Kristbjörg Katla Hinriksdóttir.

Jólaball í safnaðarsalnum eftir guðsþjónustuna

SYNGJUM JÓLIN INN! / Kórsöngur, almennur söngur & lestrar á fjórða sunnudegi í aðventu 22. desember klukkan 17:00 í Hallgrímskirkju.

Verið velkomin í almennan söng, kórsöng og lestra. Að syngja jólin inn er vel þekkt á Englandi og víða á Norðurlöndunum. Þar gefst kirkjugestum kostur á að undirbúa jólahátíðina með því að syngja marga af ástsælustu jólasálmunum auk þess að hlýða á fallegan kórsöng.
Kór Hallgrímskirkju, Graduale Nobili og Kór Langholtskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Agnesar Jórunnar Andrésdóttur og Magnúsar Ragnarssonar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Prestar safnaðanna taka þátt í tónleikunum með lestrum úr ritningunni.
 
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
 
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Á AÐVENTUNNI!