Kersti Kaljulaid brosti þegar hún kom að kirkjunni. Ég hef verið hér áður sagði hún og við gengum inn. Það er dásamlegt að upplifa ljósið sagði hún og gekk rösklega fram að kórtröppum. Fylgdarfólkið stoppaði við fremstu bekki. Við töluðum um söng og frelsi. Ég hreifst af því á sínum tíma að Eistar sungu sig til frelsis og gaf forsetanum frelsissöngva íslensku þjóðarinnar, Passíusálmana. Takk, takk og hún skoðaði bókina andaktug. Um þessa heimsókn að baki þessari smellu.