Forvarnir og fyrsta hjálp ungbarna
Hallgrímskirkja, Háteigskirkja og Bústaðakirkja bjóða foreldra ungbarna hjartanlega velkomna á hagnýta foreldrafræðslu næstkomandi miðvikudag, 20. mars kl. 10-12 í Hallgrímskirkju (salur í kjallara, inngangur á bak við kirkjuna). Forvarnir og fyrsta hjálp ungbarna. Hrafnhildur Helgadóttir, menntaður hjúkrunarfræðingur, kennari, faggiltur leiðbeinandi í skyndihjálp og með réttindi sem Gottman Bring baby home educator. Farið verður í gegnum slysaforvarnir og skyndihjálp ungbarna. Viðfangsefnin eru m.a. Forvarnir endurlífgun ungbarna losun aðskotahlutar viðbrögð við hitakrampa viðbrögð við bruna. Efnið byggir á leiðbeiningum evrópska endurlífgunarráðsins í “Basic life support” og Rauða krossins. Samstarf kirknanna þriggja um hagnýta foreldrafræðslu er styrkt af Héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis vestra.
Hallgrímskirkja - Þinn staður!