Framkvæmdastjóra þakkað

28. júní 2023
Fréttir
Einar Karl Haraldsson formaður afhendir Sigríði blómvönd á fundi sóknarnefndar Hallgrímssafnaðar þann 27. júlí sl. þar sem henni voru þökkuð góð störf í þágu Hallgrímskirkju. Mynd: GE

Sigríður Hjálmarsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Hallgrímskirju frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sigríður hefur gegnt starfinu í fimm ár og leitt kirkjuna í gegnum erfiðleika- og breytingatímabil.

Á tímum heimsfaraldurs minnkuðu tekjur Hallgrímskirkju um 90% en kirkjan hefur fengið sérstakt hrós frá endurskoðendum fyrir góða fjármálastjórn á þessum erfiða tíma.

Á þeim árum sem Sigríður hefur verið við stjórnvölinn hafa verið miklar framkvæmdir í Hallgrímskirkju m.a. endurnýjun á lýsingu kirkjunnar innan sem utan og er hún margverðlaunuð á alþjóðavettvangi. Jafnframt hefur Sigríður ásamt Saga Competence beitt sér fyrir stefnumótun til næstu fimm ára.

Sóknarnefnd Hallgrímssafnaðar þakkar Sigríði vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.