Frelsaðir eftir Örn Ingólfsson, ljóslistamann, verður varpað á Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð 2025.
Verkið táknar ljós, von og tilfinningar allt í senn. Þetta er í þriðja sinn sem verk hans eru á Ljósaslóðinni, það fyrsta Fangaðir var á Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, annað verkið var varpað úr Gróðurhúsinu á Lækjartorgi og í ár er það Frelsaðir á Hallgrímskirkju.
Ljóslistaverk og viðburðir þeim tengdum verða í gangi öll kvöld yfir hátíðina frá klukkan 18:30-22:30.
Heimilisfang:Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík
Dagskrá Vetrarhátíðar má finna hér!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!