Sunnudaginn 27. september, sem er 17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, verður messan kl. 11 í samvinnu við Kristileg skólasamtök, KSS og Kristilegt stúdentafélag, KSF. Sr. Sveinn Alfreðsson og Bogi Benediktsson flytja samtalsprédikun. Messuþjónar verða úr KSS og KSF. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Áskelsson og félagar úr Mótettukórnum og skólahreyfingunni syngja. Inga Harðardóttir og Sólveig Anna Aradóttir sjá um barnastundina. Textar dagsins varða endurnýjun. Spámaðurinn Jesaja hvetur í lexíunni til þvotta og hreinsunar hið innra. Í pistlinum í Galatabréfinu minnir Páll postuli á að Kristur hafi leyst menn úr fjötrum og til frelsis. Í guðspjallinu segir Jesús: Fylg þú mér - og varðar einstaklinga á öllum öldum. Allir velkomnir í messu og barnastarf. Kaffi í Suðursal eftir messu.