Fyrsta Kvöldkirkja vetrarins í kvöld

28. september 2023

Fyrsta Kvöldkirkja vetrarins hefst í kvöld, fimmtudaginn 28. september kl. 20-22.00 í Hallgrímskirkju.
Örhugvekjur: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Tónlist: Futuregrapher

Kvöldkirkjan

Kvöldkirkjan er nýjung í grósku helgihalds í kirkjum höfuðborgarsvæðisins. Kvöldkirkjan er óhefðbundin stund að formi og innihaldi. Andrúmsloftið er óformlegt og afslappað. Lýsing, tónlist og stuttar íhuganir blandast við alltumliggjandi kyrrð og ró rýmisins. Við bjóðum þér að hugleiða, biðja, kveikja á kertum, fara á milli mismunandi stöðva í kirkjunni, skrifa niður hugsanir þínar eða bænir eða bara sitja í bekkjunum eða hvílast á dýnum í kirkjunni.

Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Hallgrímskirkju og Dómkirkjunnar í Reykjavík. Verkefnið hófst haustið 2019. Í boði eru tvær stundir í mánuði, ein í hvorri kirkju, frá lokum september til loka apríl.

Hvert er markmið Kvöldkirkjunnar?

Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi dagkirkjunnar. Kvöldkirkjan er öðru vísi en hefðbundið helgihald. Fólk er ekki bundið við kirkjubekkina, heldur getur hreyft sig um kirkjurýmið setst niður eða lagst.

Hvað einkennir kvöldkirkjuna?

Kyrrð, ró og íhugun ásamt óhefðbundinni tónlist fyrir kirkju, eru helstu einkenni kvöldkirkjunnar. Í kvöldkirkjunni er slökkt á símanum og samtölin eru látin bíða þar til út er komið. Lesinn texti er á hálfímta fresti og tónlistarflutningur stiður við íhugun og slökun. Öllum er frjálst að ganga hljóðlega um kirkjuna, setjast eða liggja í kirkjubekkjunum eða á dýnum á gólfinu, kveikja á kertum, færa sig á milli stöðva og skrifa það sem þeim liggur á hjarta á miða og setja í körfur.

Hver sjá um stundirnar?

Prestar Hallgrímskirkju, Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sr. Eiríkur Jóhannsson, Grétar Einarsson, kirkjuhaldari og Dómkirkjuprestarnir, Sr. Elínborg Sturludóttir og Sr. Sveinn Valgeirsson sjá um Kvöldkirkjuna.

Kvöldkirkjan 2023 kl. 20.00-22.00
 
Hallgrímskirkja:
28. september
26. október
30. nóvember
21. desember
 
Dómkirkjan í Reykjavík:
13. október
9. nóvember
7. desember
 
Fleiri upplýsingar um Kvöldkirkjuna má finna á www.hallgrimskirkja.is
 

HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN STAÐUR, ÞÍN KIRKJA!

--ENGLISH--

The first Evening Church of the winter starts tonight - Thursday 28th of September 20:00-22:00
Reflections: Rev. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Music: Futuregrapher
 
The evening church is an unconventional time in form and content. The atmosphere is informal and relaxed. Lighting, music and short reflections intertwine with the stillness and tranquility of the space. We invite you to meditate, pray, light candles, move between different stations in the church, write down your thoughts or prayers or just sit in the pews or rest on the mattresses in the church.
The Evening Church is a joint project of Hallgrímskirkja and Reykjavík Cathedral. The project started in the fall of 2019 and held is twice a month, one in each church, from the end of September to the end of April.
 
Why evening church and what is the goal?
The purpose of the evening church is to open the world of religion to people who do not find themselves in the normal liturgy of the daytime church. The evening church is different from the traditional church services that people have experienced. People are not confined to the pews, but have the space to walk around the church sit or lie down.
 
What characterizes the evening church?
Quietness, calmness and contemplation, together with non-traditional music for church, are the main characteristics of the evening church. In the evening church, the phone is switched off and the conversations are put on hold until outside. A text is read every half hour, and music is specially for contemplation and relaxation. Everyone is free to walk quietly around the church, sit or lie in the pews or on mattresses on the floor, light candles, move between stations and write down thoughts or prayers put them in baskets.
 
Supervisors:
The priests of Hallgrímskirkja, Rev. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
and Rev. Eiríkur Jóhannsson, Grétar Einarsson, Church Administrator and the Reykjavík Cathedral priests, Rev. Elínborg Sturludóttir and Senior Rev. Sveinn Valgeirsson supervise the project.
 
The Evening Church 2023 @ 20.00-22.00
 
Hallgrímskirkja:
28th of September
26th of October
30th of November
21st of December
 
The Reykjavík Cathedral:
13th of October
9th of November
7th of December
 
More information on The Evening Church can be found on www.hallgrimskirkja.is