Náð sé með yður og friður frá honum sem er, var og kemur.
Það var raunveruleg hugsun hjá mér: Þú gætir dáið hér. Þetta gæti verið stundin, segir þingmaður um vélsleðaslys sem hann lenti í nú fyrir skömmu Ég bara bað, ég bað til Guðs: Ekki núna.
Hvað hugsanir eru það sem þjóta í gegnum hugann þegar okkur finnst öll sund vera að lokast og við erum ein, enginn heyrir hrópið né skilur neyð okkar ? Þegar við erum ein og óttaslegin þá gjarnan biðjum við til Guðs, hrópum stundum í uppgjöf jafnvel eða reiði. ??Þá er það spurningin, hvaða hugsanir bærðust með frelsara okkar þegar hann fann dauðann nálgast um leið og hann heyrði hyllingaróp fólksins ? Bænarorð, traust, gleði, efi, uppgjöf ??
Á Pálmasunnudag sjálfur inn?
son Guðs í borg nam ríða?
ástvinir hans það sama sinn?
sungu lof án alls kvíða.
Fám dögum síðar sjálfur út?
særður með kross nam ganga,?
það hlutu hans vinir að sjá með sút,
?sorg hjartans báru stranga.
Þannig orðar Hallgrimur Pétursson atburði pálmasunnudags í 31. Passíusálmi. Meistarinn sem orti svo vel um hugarangur Krists og orðaði öðrum betur hvað færi mögulega í gegnum huga hans.
Við erum í dag stödd í hópi vinanna með hósíannahróp á vörum. Eins og hluti af hópnum sem gekk eftir rykugum strætum Jerúsalemborgar. Við sjáum hvernig fjöldinn flykkist að og veifar greinum, leggur þær á götuna, jafnvel klæði sín líka. ?Hann er kominn sá sem þau og við höfðu frétt að gerði kraftaverk, nálgaðist fólk án fordóma, konur, karla og þau sem voru á jaðri samfélagsins, bæði börn og fullorðna. Hann sýndi takmarkalaust umburðarlyndi og elsku. Því var í huga fólksins lausn í nánd, réttlæti og von um betri framtíð. Hósíanna - fagnaðarhróp.
En hvað fór í gegnum huga hans á gönguni inn í Jerúsalem?
Hvað fór í gegnum huga hans innan um hyllingaróp fólksins ? Þetta gæti verið stundin ?
Jesús vissi að stundin var skammt undan.
Undir niðri var vissan um endalok sem voru óumflýjanleg. Heimurinn breyttist. Meðan ösnufolinn lötraði áfram rykugar götur og greinarnar náðu ekki að hylja rykið sem lagðist yfir fætur hans sem áður höfðu verið smurðir ilmandi smyrslum, þerraðir af hári vinar hans, Maríu. Hún skynjaði það eitt að framundan var eitthvað sem var óbærilegt, óskiljanlegt.
Ilmur smyrslanna er trú hennar, elska og fórn en líka áræði og kjarkur.
En ilmur smyrslann úr húsinu í Betaníu hefur þránað í framvindu aldanna. Rykugar götur og þjáningarvegur eru fréttir enn í dag. Aðrar götur og oft fjarlægar eru núna þær sem gengnar eru í þjáningu
?Nú síðast vorum við minnt á þjóðernishreinsanir í Ruwanda. 100 dagar af hryllingi sem hófst 7. apríl 1994 og talið er að næstum 1 milljón manna hafi verið tekin af lífi. Síðar hófst tilraun til sáttargjörðar og fyrirgefningar og í dag má sjá afrakstur af því ferli á myndaseríu á vef New York Times þar sem illvirkjar og fórnarlömb þeirra standa saman á myndum til að sýna fyrirgefningu og sátt. En enn elur mannkynið á illvirkjum sem vafalaust kalla á sátt í framtíðinni. Veröldin þarfnast sem fyrr fyrirmyndar að kærleika til að horfast í augu við ómanneskjulega reynslu, og græða hin andlegu mein
Fyrirgefningin er aldrei auðveld og stundum þarf eitthvað að deyja og láta undan áður en fyrirgefning og sátt á sér stað.
En við eigum fyrirmynd í kærleika Krists, fórn krossins. Eilífri nærveru Guðs, mennsku Krists og orðum.?? Ilmurinn sem lá í loftinu í húsi systkinanna í Betaníu forðum var ilmur kærleika til að minna okkur á kærleika sem falist getur í verkum manneskju. Þó að margt voðaverkið hafi verið unnið í nafni trúar og þjónustu þá eru líka þessar fyrirmyndir. Mörg mikilmennin hafa verið hyllt , mörgum illvirkjum mótmælt. Enn gengur fólk saman, safnast saman til samstöðu eða mótmæla. Stundum er umhverfið friðsamlegt og við getum sýnt samstöð gegn fordómum eða lagt fram kröfur okkar. Stundum er þetta dauðans alvara og engin lausn í sjónmáli, enginn sem þorir að hlusta heldur harðneskjulegar vígvélar og hermennska sem ræðst gegn skoðunum, ósk um fordómaleysi og virðir ekki hin undursamlegu litbrigði lífsins, þjóðerni, skoðanir, tilfinningar og svo ótalmargt fleira. Við munum Mið Afríkulýðveldið þar sem hryllingurinn er ótrúlegur, Úkraína þar sem kúgunin og átökin er svo margvísleg, Sýrland, Palestína
Kúgun er kærleiksleysi og Kristur er er ekki boðberi valds eða kúgunar heldur elskunnar sem safnar saman í hópinn sem fagnar honum og röltir út á rykugan veginn. Kristur kemur til okkar í kærleika, Við grillum handan hrópanna í atburðarás sem var ekki endilega hönnuð, heldur óumflýjanleg. Framganga kærleikans er ekki sigurganga heldur á ásýnd sem er stundum köld og brotin.
En elskan er líka til staðar, hlýjan, umburðarlyndið og fyrir það stendur hópurinn sem safnaðist saman með frelsara sinn á ösnufola. Enginn valinn út eða útskúfaður heldur þessi breiðfylking fólks sem treysti á leiðsögn hans sem heyrði hyllingarópin en við heyrum ekki hugsanir hans, ótta eða kvíða heldur aðeins elskuna, viskuna. Sonur Guðs sem sigrar dauðann.
?Og hvað svo ? Hvernig svörum við Kristi sem kallar okkur til samfylgdar ? Eru viðbrögð okkar engin sem kristin kirkja. ?Eigum við að vænta einhvers frá kirkju sem á sér Krist sem var hungraði, grét og hrópaði út í tómið í örvæntingu?
Lífið er gjarnan flókið..ekkert hlutastarf..eins og stendur í góðu dægurtexta Braga Valdimars Skúlasonar? Trúin ýtir ekki undir lífsflótta heldur hjálpar okkur að takast á við lífið undir leiðsögn Guðs sem er kærleikur og gefur nýtt upphaf til að við reynum að lifa betur, elska veröldina meira og virða og venda gjafir lífsins sem okkur eru fengnar í hendur.
Hann er að koma, hósíanna ! - og þau slógust öll í hópinn sem þráðu breytingar, lærisveinar og svo lausafylgið sem notaði tækifærið og vildu vera með. Kristur sat ekki keikur á stríðsfák heldur ösnufola og þau fóru með honum, trúðu og treystu.? Þeir skyldu þetta ekki lærsveinarnir, sem væntu glansandi sigurs síns manns. Þegar allt var gengið um garð bitur ósigur, þjáning krossins en sigur upprisunnar..þá minntust þeir og þau öll þess að þetta var ritað um hann og að þeir höfðu gert þetta fyrir hann eins og ritað er í niðurlagi guðspjalls dagsins í dag. ?
Við skiljum ekki alltaf inntak og tilgangsleysi þjáningarinnar en okkur tekst oft að öðlast djúptæka reynslu þegar við skynjum að í þjáningunni er Kristur með okkur. Við þekkjum oft baksvipinn á hjálparanum sem hefur læðst inn í líf á ögurstund þá skiljum við að þarna var hann, er og verður. Með okkur.
Það er eins og göngunni hafi aldrei lokið og við stöndum við veginn, leggjum greinar okkar á götuna og fögnum konungi lífsins. Kirkjan á ferð með fólkinu sínu ætti enn að ganga til að kalla á réttindi, mannréttindi, lausn. Þúsundir manna leita enn réttar sins og reyna að reisa sig undan drunga kúgunar og niðurbrots. Réttinda til að vera manneskjur í ljósi elsku Guðs. ??Saga Krists, sem þekkti og vissi að stund sín var komin og háði baráttuna í huga sínum á göngunni með fólkinu sínu forðum. Boðskapurinn féll ekki í gleymskunar djúp en á sitt síendurtekna upphaf atburðum kyrruviku sem hefst á ferð Jesú inn í Jerúsalem,. Það eru gleðitíðind. ? ?Þau sem gera það að verkum að við hrópum enn. Bjarga þú mér Guð þegar við glímum við hinar raunverulegar hugsanir og ótta um afdrif okkar eins og frásagan var hér í upphafi. Þó við töpum okkar lífsþræði, missum tök á veruleikanum eða eigin lífi, föllum í djúp erfiðleika, týnumst Þá í trausti til lífsins, með augun á von páskanna þá í huga okkar tökum við greinar í hönd, öndum að okkur ilmi kærleika og réttlætis, réttum úr okkur, Kirkjan sem er saman á göngunni, við erum á leið með honum, skynjum undursamlegan ilm smyrslanna sem undurbjuggu farveg og komu upprisunnar.
Dýrð sé Guði föður, syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er enn og verður um aldir alda. Amen.?
Hér á eftir verða tekin samskot og þau renna í dag til Hjálparstarfs kirkjunnar. Páskasöfnunin er að hefjast og rennur hún til Vatnsverkefnis Hjálparstarfsins. Mikið hefur áunnist undanfarin ár en verkefnið er stórt og þarfnast bæði huga okkar og handa og ef við getum látið af hendi rakna þá er hver króna dýrmæt.- hvert framlag mikils virði. Nálgast má upplýsingar á vefsíðu Hjálparstasrfsins, help.is og í víða í fjölmiðlum.
Guðspjall: Jóh 12.1-16?Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður og Marta gekk um beina en Lasarus var einn þeirra sem að borði sátu með honum. Þá tók María pund af ómenguðum, dýrum nardussmyrslum og smurði fætur Jesú og þerraði með hári sínu fætur hans. En húsið fylltist ilmi smyrslanna.
Segir þá Júdas Ískaríot, einn lærisveina hans, sá er mundi svíkja hann: Hví voru þessi smyrsl ekki seld fyrir þrjú hundruð denara?og gefin fátækum? Ekki sagði hann þetta af því að hann léti sér annt um fátæka heldur af því að hann var þjófur. Hann hafði pyngjuna og tók af því sem í hana var látið. Þá sagði Jesús: Lát hana í friði. Hún hefur geymt þetta til greftrunardags míns. Fátæka hafið þið ætíð hjá ykkur en mig hafið þið ekki ávallt.?
Nú frétti allur fjöldi Gyðinga af því að Jesús væri í Betaníu og þeir komu þangað, ekki aðeins hans vegna heldur og til að sjá Lasarus sem hann hafði vakið frá dauðum. Þá ákváðu æðstu prestarnir að taka einnig Lasarus af lífi því vegna hans sneru margir Gyðingar baki við þeim og fóru að trúa á Jesú.
Degi síðar frétti hinn mikli mannfjöldi, sem kominn var til hátíðarinnar, að Jesús væri að koma til Jerúsalem. Fólk tók þá pálmagreinar, fór út á móti honum og hrópaði:?Hósanna!?Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins,?konungur Ísraels!?Jesús fann ungan asna og settist á bak honum, eins og skrifað er:?Óttast ekki, dóttir Síon.?Konungur þinn kemur?og ríður ösnufola.?Lærisveinar hans skildu þetta ekki í fyrstu en þegar Jesús var dýrlegur orðinn minntust þeir þess að þetta var ritað um hann og að þeir höfðu gert þetta fyrir hann.