Grétar Einarsson hefur hafið störf sem kirkjuhaldari

29. ágúst 2023
Fréttir

Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur samið við Grétar Einarsson, sem gegnt hefur starfi yfirkirkjuvarðar, um að taka að sér auknar skyldur sem kirkjuhaldari frá og með 1. ágúst síðstliðnum. Í starfi kirkjuhaldara felst meðal annars að annast allan daglegan rekstur kirkjunnar í samræmi við starfslýsingu og í samráði við framkvæmdnefnd, presta og organista.

Grétar er borinn og barnfæddur Hvergerðingur, sonur Einars Einarssonar djákna og Súsönnu Vilhjálmsdóttur (fædd Nelke). Hann lagði stund á tónlistarnám og fékkst meðal annars við tónlist og verslunarstörf áður fyrri. Grétar hefur verið starfsmaður Hallgrímskirkju frá árinu 2016. Sóknarnefnd bauð hann velkominn til nýrra ábyrgðarstarfa fyrir kirkjuna á fundi sínum 22. ágúst sl.